Glæsileg vinnubrögð...

Soldið sona dæmigert fyrir vinnubrögð lögrelunnar þegar kemur að myndavélum. Þeir eiga nú soldið erfitt með samskiptin við fréttamenn fyrir það fyrsta, það sást nokkuð greinilega á myndunum frá Kirkjusandi í gærkvöldi þegar lögginn var að hrinda burt ljósmyndara sem var hreint ekkert fyrir. Virtist gera það meira svona að valdhroka heldur en einhverju öðru.

Minnistætt er nú annað atriði þar sem tvær löggur voru látnar taka pokann sinn (já eitt af örfáum skiptum sem lögga hefur látin taka ábyrgð á því sem hún gerði) eftir að þeir handtóku og djöfluðust á strák sem tók af þeim myndir á Hlöllabátum fyrir nokkrum árum. En svona til að svona framtakssamir og flottir strákar færu nú ekki til spillis var þeim umsvifalaust kippt í friðargæsluna og sendir til Afganistan sem glæstir fulltrúar lands og þjóðar.

Sama er þegar þeir láta svo lítið að veita viðtöl og svoleiðis. Þá tala þeir svoleiðis niður til þess fréttamanns sem við þá talar að það er hreint stórundarlegt að nokkur fréttamaður skuli yfirleitt fást til þess að taka viðtal við yfirmann í lögreglunni. En auðvitað hafa þeir fyrirmyndina í dómsmálaráðherra landsins.


mbl.is Lögreglan eyddi gögnum af farsíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband