Föstudagur, 30. maí 2008
Sinn er siður í landi hverju...
Íslendingar haga sér nú svona um hverja helgi á öldurhúsum borgarinnar. Þykir sosum ekkert fréttaefni enda talið bera vott um víkingablóð og hetjulund. Amk eru þeir ekki kallaðir dólgar eða öðrum uppnefnum svona opinberlega.
![]() |
Flugdólgur í vél með íslenskum þingmanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Munurinn er sá að hægt er að henda mönnum út af öldurhúsum borgarinnar þegar þeir fara að láta illa, ekki alveg það sama upp á teningnum í 37.000 feta hæð inni í litlu röri!
Urður, 30.5.2008 kl. 21:49
Urður, þeim er hent út en eftir stendur ælan á nærstöddum og ónýtt kvöld. Kannski aðeins skárra en í klausturfóbíuröri í himnaríkishæðum. Hérna niðri á jörðinni er ekki bara ælt heldur eyru bitin af hausum og augu krækt úr tóftum. Við rækjum okkar þjóðlegu skyldusiði, við Íslendingar.
Þóra (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 22:52
Nærstaddir geta líka alveg farið e-ð annað. Aftur, ekki möguleiki þarna uppi!
Urður, 31.5.2008 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.