Amerísk fasistatík kemur í mat....

Alveg ofvaxið mínum skilningi hvernig íslenskum stjórnmálamönnum dettur í hug að taka á móti þessari konu hingað til lands. Og að Ingibjörg Sólrún skuli láta þetta koma fyrir sig er enn óskiljanlegra. En svona er þetta nú. Íslenskir stjórnmálamenn fara alltaf á fjóra þegar kemur að kananum og flaðra uppum þá eins og lóða tíkur. Þessi kona er fulltrúi lands og ríkisstjórnar sem hefur framið hvað alvarlegust mannréttindabrot sem þessi heimur þekkir og hér er hún boðin í mat með kostum og kynjum. Ekki dugði neitt minna en einhver 10 lögguhjól og haugur af bílum og mönnum til að skutla henni í bæinn. Þeir fengu meira að segja tækifæri til að viðra víkingasveitina fyrir hana... So hún sjái nú að við eigum sko byssur líka!!

En auðvitað er hún sjálf aðalbrandarinn í þessu öllu saman. Ég meina, hörundsdökk og valdamesti ráðherra í landi sem hefur tæplega tryggt sínum eigin blökkumönnum mannsæmandi mannréttindi hvað þá meir.... Algert djók!! Colin Powell hafðí þó vit á að taka pokann sinn og yfirgefa skútuna, kannski heppnaðist honum að bjarga orðspori sínu og jafnvel ferli sínum líka. En sagan mun dæma þá sem eftir sátu, m.a. Condolezu Rice og þá sem buðu henni mat...


mbl.is Mannréttindabrotum vísað á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Það eina sem er verra en að þurfa að tala við þetta fólk, er að tala ekki við þetta fólk.. Það þarf jú einhvernvegin að koma fyrir þau vitinu.

Viðar Freyr Guðmundsson, 31.5.2008 kl. 03:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband