Bændum til ævarandi skammar...

Dýr myndi Hafliði allur sagði einhver fyrir langalöngu. En þetta er eitthvert ömurlegasta dæmi um græðgi og yfirgang sem hér hefur sést lengi. Ég hef nú alltaf verið frekar hallur undir málstað bænda í deilum þeirra við ríkið um þjóðlendumálin en hér hvarf sá stuðningur í einu góli. Ég vona bara að ríkið hirði sem allra allra mest af landinu undir þjóðlendur og skilji helst ekkert eftir nema kartöflugarðana þeirra. Lóðarleigan ein af þessu landi er sennilega á bilinu 2-4 millur á ári. Gaman væri að sjá hvort það komi fram í framtalinu þeirra. Svo eru þessir bændur sívælandi, ekkert fyrir afurðirnar, tómt basl. Vona bara að hér verði leyfður óhefur innflutningur landbúnaðarvara og það sem fyrst. Við höfum ekkert við svona stétt að gera hérna í þessu landi....

Fólkið á Eyri er greinilega gráðugt sjálftökulið sem ætti að skammast sín aftur til fornaldar. Þjófar...


mbl.is Harkalega deilt um verð á sumarbústaðalóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja Klara Einarsdóttir

Er ekki full gróft að dæma alla bændur eftir þessu?

Þeir bændur sem eru með skipulögð sumarhúsa lönd eru fæstir með búskap 

Sesselja Klara Einarsdóttir, 26.5.2008 kl. 11:08

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Hvað er hektaraveriðið hér á höfuðborgarsvæðinu?  Segjum að 650m2 einbýlishúsalóð sé seld á 15 milljónir eins og er ekki óalgengt. Þá er verð pr hektara yfir 200 milljónir.  10 milljónir fyrir hektara í Borgarfirði er því innan við 5% af landverði hérna í bænum.  Bara til að setja þetta í samhengi. 

Þorsteinn Sverrisson, 26.5.2008 kl. 14:46

3 Smámynd: Taxi Driver

Alveg er það rétt að lóðaverð á höfuðborgarsvæðinu er alveg útúr öllu korti. Verði þeim að góðu sem borgar 15 kúlur fyrir. En þetta er sosum ekki sambærilegt ef við viljum seta þetta í samhengi. Þegar þú kaupir þér lóð í borginni eða innan bæjarfélags ertu að kaupa þér tóma lóð. Ekki svo í þessu tilfelli. Hérna hafa sumarhúsaeigendur um tvennt að velja; annaðhvort borga þeir uppsett okurverð (sem er algerlega útúr öllu korti) eða flytja burt sumarbústaðinn sinn af lóð sem þeir hafa haft á leigu í jafvel áratugi. Að flytja burt svona bústað er ekki aldeilis alveg ókeypis og hleypur á hundruðum þúsunda og getur hæglega farið yfir milljón. Þetta heitir eiginlega á góðri lensku fjárkúgun og er ekki neitt annað. Ég get alveg unnt bændum þess að fá sanngjarnt verð (sanngjarnt nota bene) fyrir sitt land en það sjá það allir að hér eru einhver önnur og annarlegri sjónarmið að baki en sanngirni.

Taxi Driver, 26.5.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband