Kennitölukúrekar...

Ekki í fyrsta sinn sem þessir góðu verktakar fara á hausinn með bullandi kostnaði og tapi fyrir alla. Hér þarf reglur um að mönnum sé bannað að reka fyrirtæki eða vera með sjálfstæðan rekstur ef þeir rúlla á hausinn. Dæmin eru endalaust mörg úr allskyns rekstri, byggingariðnaði, veitingahúsum og svo framvegis. Menn hlaða á sig skuldum og fara svo bara og stofna nýtt ehf og byrja svo uppá nýtt.
mbl.is Forgangskröfur í þrotabú Jarðvéla nema 280 milljónum króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Taxi Driver

Allt gott og blessað sem þú bendir á. En hins vegar. Þegar menn eru búnir að keyra hvert fyrirtækið á fætur öðru í gjaldþrot, eins og þekkist mjög vel hér á landi úr til dæmis veitingahúsageiranum, verktakageiranum (eins og þessi frétt er um), sjoppurekstri, fiskvinnslu og fleiru. Þegar sami eða sömu aðilar eru búnir að keyra fleiri, fleiri fyrirtæki í þrot er alveg ljóst að þessi hvatning sem þú einmitt talar um er algerlega farin að snúast uppí andhverfu sína. Það er alþekkt að menn eigi kennitölur á "lager" og skipti þeim jafnvel yfir nótt. Ég var sjálfur í rekstri (sjoppu) og sögurnar sem heildsalarnir og sölumennirnir sögðu manni úr þessum bíssness voru alveg hreint ótrúlegar. Sérstaklega er þetta slæmt einmitt í vínveitingahúsageiranum og verktakabíssnessnum. Þegar menn eru farnir að haga sér svona er alveg greinilegt að ekki er verið að reka fyrirtæki á réttum forsemdum. Í Svíþjóð er til hugtak sem heitir "næringsforbud" og er notað til að útiloka menn frá fyrirtækjarekstri, stjórnarsetu eða öðrum afskiptum af rekstri fyrirtækja um ákveðin tíma. Þetta var það sem ég var að meina.

Taxi Driver, 1.5.2008 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband