Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Fasistarnir og nætursvefninn...
Sorglegt. Þessi atburður setur leiðinlega svartan blett á annars málefnalega og heiðarlega baráttu bílstjóra. Vonandi er það rétt að viðkomandi bardagaljón sé ekki á þeirra vegum.
Annars minni ég á það sem ég sagði fyrr í dag:
Gaman að velta því fyrir sér hvernig nætursvefninn hafi verið hjá þeim lögreglumönnum sem tóku þátt í því að berja á samborgurum sínum í gær. Auðvitað hafa fasistarnir í æðstu stöðum, mennirnir í fílabeinsturnunum, ekki misst svefn útaf þessu. Þeim er jú skítsama um allt og alla nema sjálfa sig og endaþarmsopið á sjálfum sér. Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn í Reykjavík og hinir topparnir þurftu jú ekki að berja á mönnum sem vilja aðeins rétt sinn og eitlítinn skilning yfirvalda til að gera starfsumhverfi sitt bærilegra. Þeir eru jú örugglega bara glaðir yfir að hafa getað notað skildina og allt skemmtilega dótið sitt. Svo var meisið örugglega að renna út, sennilega þessvegna sem þeir voru svona örlátir á það í gær og héldu áfram að spreyja á fólk sem hafði bakkað.
En hinn almenni lögreglumaður, hvernig ætli hann hafi sofið? Ég skal dauður liggja ef í öllum þessum hóp lögreglumanna hafi ekki verið einhver sem á pabba, bróður, son, frænda, mág, tengdason sem er vöru eða sendibílstjóri. Gaman í jólaboðunum hjá þeim næstu árin, eða þannig. Hvernig útskýrir lögreglumaður fyrir barni sínu sem sér hann í sjónvarpinu að berja á varnarlausu fólki? Skemmtilegt að vera fluga á þeim vegg.
Auðvitað eru í þessum hópi lögreglumanna einhverjir sem njóta þess að berja á fólki. Það sást reyndar alveg greinilega á myndunum í gær að sumir þeirra skemmtu sér betur en aðrir, meira að segja mikið betur!! En ég vil trúa því að upp til hópa hafi lögreglumenn ekki gaman af að berja á varnarlausu fólki, unglingstelpum og konum.
Myndirnar sem við sáum í gær minntu mann helst á eitthvað sem kemur frá Simbabwe eða öðrum álíka fyrirmyndaríkjum. Friðsamir borgarar að mótmæla kjörum sínum gasaðir og barðir af óeirðalögreglu.
Vissulega voru mótmæli vörubílstjóra í gær ólögleg eða amk á mörkum þess. En réttlætir það að nota lögreglu landsins til að berja á þeim?? Nei!! Þegar yfirvöld eru farin að nota lögreglu til að berja niður mótmæli borgaranna með ofbeldi erum við aðeins stigsmuninn frá Þriðja Ríki Hitlers eða Chile Pinochets. Það er hættulegt.
Lögmætið. Fór lögregla yfir strikið? Já, það er eiginlega greinilegt á öllu sem góðar sjónvarpsmyndir sýna okkur af þessum atburði. Var það tilviljun að einmitt rúðan í bíl Sturlu Jónssonar var brotin? Tæplega. Svo var nú ekki annað að sjá en þeim bíl væri löglega lagt, þó svo hann stæði útí kanti. Skattborgarar þessa lands, þú og ég, við eigum trúlega eftir að þurfa að punga út einhverjum upphæðum í bætur til sumra þessara bílstjóra þegar þar að kemur. Hörður Jóhannesson sagði reyndar að þessar aðgerðir lögreglu stæðust alla skoðun. Trúlega er þetta hjá Herði ekki alveg útí bláinn því hverjir haldið þið góðir hálsar að framkvæmi þá skoðun?? Jú, jú. Lögreglan í Reykjavík sem var nánast eins og hún lagði sig upp við Rauðavatn. Gáfuleg skoðun það. En hins vegar gleymir Hörður einu held ég. Í þetta sinn voru flestar eða allar myndatökuvélar sjónvarpsstöðvanna á staðnum og meira og minna allt bullið til á mynd. Soldið erfitt að kjafta sig útúr því eða hvað??
Reynda ekki skrýtið að Hörður sé kokhraustur. Það er jú hefð fyrir því á Íslandi að berja niður öll mótmæli með ofbeldi. Dæmi: Natóinngangan, mómæli umhverfisverndarsinna, heimsókns glæpamannsins sem er forsætisráðherra Kína. Glæst saga Íslands í að kljást við friðsamleg mótmæli á sér enga hliðstæðu, nema náttúrulega Þriðja Ríkið, Sovét, Chile og USA á sjöunda áratugnum, þið munið, þegar löggan og herin skutu á háskólastúdenta.
Með þessum aðgerðum held ég að lögregluyfirvöld hafi opnað maurabú sem erfitt verður að loka. Reiði almennings virðist vera nokkuð mikil og réttlætanlega svo. Ég spá því að næstu daga eigum við eftir að sjá meiri og stærri mótmæli og trúlega með meiri þátttöku almennings.
Forsætisráðherra segist ekki tala við glæpamenn. Aumingja Geir, ekki von að hann sé í fýlu kallinn. Hann þurfti að labba úr Tryggvagötunni upp í Stjórnarráð um daginn og fékk svo að auki stöðumælasekt. Má ég minna hann á að í hans eigin þingflokki er amk einn dæmdur glæpamaður. Svo verður nú ekki erfitt að finna myndir af honum þar sem hann sem fulltrúi Íslands á alþjóðavettvangi pósar og tekur í hendur á allskyns glæpamönnum. Þokkalegt. Kannski þeir hefðu átt að gera eitthvað á þessum þrem árum sem eru liðin síðan vörubílstjórar fóru fyrst að tala við þá? Sennilega voru þeir fastir með þumlana í rassgatinu á sjálfum sér. Það virðist vera það sem þeir eru bestir í.
Niðurstaðan? Engin, að sjálfsögðu. Dæmigert fyrir íslenska stjórnmálamenn. En það verður kaldur dagur í helvíti áður en ég kýs Sjálfstæðisflokk aftur. Og ekki sé ég Samfylkinguna sem kost heldur, sá flokkur er jú mest í "bend over" hlutverkinu þessa dagana.....
Ráðist á lögregluþjón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað er svona málefnalegt við það að loka vegum með risatrukkum ?
Ég er hættur að skilja upp né niður í því hvað vörubílstjórar endast í þessum mótmælum.
Óli Þór Atlason, 24.4.2008 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.