Fimmtudagur, 28. febrúar 2008
Lítilmannlegt af Reykjavíkurborg...
Ekki skal ég verða til að fella dóm um hvort meistari Kjarval hafi ánafað borginni öllu því sem hér um ræðir. Hitt finnst mér verra að sjá hversu lágt borgin legst til að tryggja eignarrétt sinn á því. Það væri stórmennskuverk af núverandi borgarstjóra (vonandi sá sami og var í morgun??) að bjóða ættingjum hans sættir og einhverjar bætur. Hér er nefninlega ekki um að ræða neinar vaxlitaklessur eftir krakka heldur verk eins besta og dáðasta myndlistarmann þjóðarinnar. Það má kallast helvíti hart að ættingjar hans þurfi að standa í svona málaferlum yfirhöfuð.
Dánarbú Kjarvals á ekki myndir Reykjavíkurborgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála síðasta ræðumanni.
Ísdrottningin, 28.2.2008 kl. 20:19
Þjófnaður er það og þjóðin borgar brúsann. Hver veit nema að verkin hverfi svo til einkaheimila þessara opinberu ráðamanna og svo geta aðstandur þeirra þjénað vel.
Nei hugarfarslega séð þá er Ísland ennþá á Sturlungaöld.
ee (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.