Leikið við dauðann...

Það er bara tímaspursmál hvenær dauðaslys verður af þessum þrengingum og framhjáhlaupum á brautinni. Ég fer þarna um daglega og stundum oft á dag og það er alveg hreint svakalegt að sjá hvernig frágangurinn á þessu er og hvernig fólk keyrir þarna um.

Möppudýrin hjá Vegagerðinni leika sér þar a með dauðann og vona bara að enginn drepist þarna vegna getuleysis þeirra. Sú yfirlýsing þeirrar steingeldu stofnunar um að þetta verði sennilega svona til jóla er til marks um vandræðagang og getuleysi til að bregðast við þegar verktakinn sem átti að sjá um framkvæmdina fór snögglega á hausinn. Fyrir 30 árum hefði þetta etv talist ok en að þetta skuli þurfa að vera svona árið 2008 er náttúrulega mikið meira en hneyksli. Nóg er af vinnuvélum, vinnuafli og fjármagni til að klára þetta. Allt tal um annað er píp gagnslausra möppudýra sem ekki þurfa að keyra þarna um við allar mögulegar aðstæður. Þegar svona staða kemur upp á einfaldlega að klára dæmið og spurja um reikninginn síðar.

Vonlaust getuleysi vonlausrar stofnunar. Reykjanesbúar, sameinumst um að knýja fram að framkvæmdin verði kláruð. Lokum Reykjanesbrautinni og neyðum Vegagerðina til framkvæmda!!


mbl.is Harður árekstur á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Ég er svo sammála þér. Ég keyrði þarna um í dag. Ástandið þarna er orðið algjörlega óþolandi.

Mummi Guð, 27.2.2008 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband