Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Á guðs vegum....
Sjálfur er ég trúlaus og stoltur af því, enda ekki furða þegar maður sér allt sem hefur verið gert og er gert í nafni Guðs og Jesú Guðssonar. Hérna er talað um Uppreisnarmenn Drottins sem er glæpaklíka sem fremur hroðaleg illvirki í nafni guðs og trúarinnar. Svona hefur þetta verið um aldir og aldir og á eftir að vera um aldir og aldir. Svo er verið að setja útá múslimana??
Hvernig á maður að bera virðingu fyrir trúarbrögðum sem hafa komið fram eins og kristna trúin hefur gert í gegum aldirnar? Morð, hræsni, glæpir, hræsni, þjóðernishreinsanir, hræsni, kúgun, hræsni. Þetta er það sem kemur fyrst uppí huga minn þegar einhver nefnir kristna trú. Ég get vel borði virðingu fyrir hófsömum trúarskoðunum fólks en ég get hins vegar ekki borið virðingu fyrir kristinni trú eða öllu heldur því sem hún stendur fyrir í heild sinni....
Uppreisnarmenn slitu friðarviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.