Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Móðursýki fasteignasala....
Eitt virðist vera fasteignasölum sameiginlegt þessa dagana. Það er að reyna að tala markaðinn í gang aftur. Auðvitað er það gott mál að fella niður þessi helvítis stimpil og lántökugjöld, set reyndar spurningarmerki við af hverju bara af fyrstu íbúð.
En hér fengu fasteignasalar hálmstrá til að grípa í og halda dauðahaldi meða skútan sekkur hægt og rólega undan þeim. Markaðurinn er ekki í róti, heldur stöðnun og lítur út fyrir að verða það næstu mánuði. En ef fasteignasölum heppnast að tala markaðinn í gang aftur gætu þeir jafnvel farið að borga sér laun aftur og gert upp jóla-vísa-reikninginn.
Rót virðist komið á fasteignamarkaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.