Fyrsta vinnubloggið

Kannski kominn tími á þetta. Var jú alltaf tilgangurinn með þessu bloggsvæði að skrifa um vinnuna og hugleiðingar tengdar henni. Jæja, betra seint en aldrei sagði Hitler áður en hann skaut sig.

Vinnan. Við eyðum meirihluta lífsins í henni (þ.e. þau okkar sem ekki erum á þingi). Hvað ætla ég sosum að tala um hérna? Að vera leigubílstjóri? Oj hvað spennandi!!

Þetta er að mörgu leyti (flestu leyti reyndar) gott og skemmtilegt djobb. Eiginlega það eina leiðinlega eru kúnnarnir eins og mellan sagði (bara djók). Reyndar eru kúnnarnir það sem gefur þessu bæði lit og bragð. Þeir eru mismunandi eins og gengur, skemmtilegir, leiðinlegir, þöglir, með munnræpu, vel lyktandi og hreinir, lykta eins og vel staðið lík og svo framvegis. Reyndar finnst mér persónulega þögla týpan leiðinlegust. Uss, að keyra alla leið til Keflavíkur með einhvern sem segir ekki orð er alveg drep. Það er ekki einu sinni hægt að hlusta á útvarp. Reyndar getur munnræpu týpan verið soldið erfið stundum, sérstaklega besservisserarnir sem gefa manni ókeypis ráðgjöf um allt og ekkert á meðan maður keyrir.

En á heildina litið er þetta gefandi starf. Mér finnst t.a.m. gaman að keyra blinda farþega, ferðaþjónustu fatlaðra, eldri borgara og börn. Sérstaklega blinda og eldri borgara. Blindir hafa svo sérstaka sýn (þið fyrirgefið orðalagið) á lífið og tilveruna. Margt hægt að læra af þeim ef maður nennir að hlusta. Og eldri borgararnir, þau eru sko ekki að emja og velta sér uppúr falli á hlutabréfum eða lækkandi eða hækkandi fasteignaverði. Þetta er fólkið sem byggði landið okkar upp og reif það útúr fátæktinni og vanþróuninni. Það er illa búið að eldri borgurum á Íslandi alveg sama hvað Pétur Blöndal segir. Það er svo margt á Íslandi sem er í steik eða hvað??

Lítið dæmi. Í gær keyrði ég eldri konu sem býr á Droplaugarstöðum (sem er elliheimili á Snorrabraut) . Það vill svo til að ég veit að fyrir nokkrum vikum missti þessi kona manninn sinn, ég keyrði hana nefninlega uppí Morgunblaðshús með dánartilkynninguna. Anyways, í gær var ég sendur að sækja hana. Hún settist í bílinn hjá mér, fín og snyrtileg með eina bleika rós í hendi og bað mig um að keyra sig uppí Fossvogskirkjugarð, að litlu hliði gengt Vesturhlíðarskóla. Ég vissi þegar að hún myndi biðja mig að bíða eftir sér (reynslan mar) m.a. af því ég sá í hendi mér hvað hún væri að fara að gera. Þegar ég kom að hliðinu bað hún mig að bíða og ætlaði út. Ég sá strax að fyrir hliðinu var ca. 70 cm hár klakaruðningur og bauðst til að fylgja henni og hjálpa. Til að gera langa sögu stutta hjálpaði ég henni yfir þennan klakaruðning, leiddi hana að leið mannsins hennar og beið eftir henni rétt hjá á meðan hún lagði þessa bleiku rós á leiðið á sjálfan Valentínusardaginn. Leiddi hana svo til baka í bílinn og keyrði hana heim. Hún var þakklát og ekkert að fela það. Mínum degi reddað Smile. Veit ekki við hvern er að sakast, en þessi klakaruðningur átti ekki heima þarna. Hverjir heimsækja helst kirkjugarðana? Eldri borgarar eller hur? Myndi ekki drepa borgarstarfsmenn eða starfsmenn kirkjugarðann að sjá til þess að gengt sé um hliðin.

Svona er að vera Taxi Driver.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það er nú dálítið hrokafullt af þér að segja : "Við eyðum meirihluta lífsins í henni (þ.e. þau okkar sem ekki erum á þingi)"   Finnst það nú lýsa annað hvort mikilli vanþekkingu á starfi þingmanna, eða þá að þú ert að reyna að sanna fyrir okkur hinum sem er almannarómur að leigubílstjórar vita allt, ef ekki þá búa þeir viskuna til.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.2.2008 kl. 00:19

2 Smámynd: Taxi Driver

Predikarinn: Ekki mitt vandamál þó þú sést húmorslaus hálfviti. 11 ára dóttir mín fattaði meira að segja djókið. Þú ert sennilega týpan sem þarf að tyggja allt oní, notendanafnið bendir amk til þess. Gef ekki skít fyrir "almannaróminn" þinn. Almannarómur segir mér líka að þú sést idjót en ég er sosum ekkert að velta mér uppúr því.

Taxi Driver, 16.2.2008 kl. 00:28

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Skemmtilegur pistill. Keep it up! Ég var í þessu í einhvern tíma á síðustu öld og kannast við það sem þú segir.

Villi Asgeirsson, 16.2.2008 kl. 08:44

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Taxi driver: Þú sannar hér með fyrir mér almannaróminn. Þú virðist vita allt og ert ekkert að halda því neitt út af fyrir þig. Þú ert í rétta starfinu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.2.2008 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband