Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Þar sem hrægammarnir svífa...
Hahaha... Alveg er þetta frábært. Hún ætlar að "ná sátt" við þá sem gera kröfur í búið. Já, já.
Ef litla stúlkan er virkilega dóttir Fischers (sem ég ætla sosum ekki að leggja mat á, en undarlegt er það að hún hafi aldrei verið nefnd fyrr en kallinn geispar golunni) þá á hún skv. ÍSLENSKUM lögum rétt á hálfum arfi eftir karl föður sinn gegn hálfum arfi eiginkonu hans.
En Marilyn er góðhjörtuð kona og er tilbúin til að deila dánarbúi Fischers með Watai... Hún veit að Watai og Fischer voru afar náin" segir eitthvert filipískt lögfræðigerpi. Hún er sumsé tilbúin að fara að íslenskum erfðafjárlögum af góðmennsku einni saman. Glæsilegt fólk!!
En sé hún ekki dóttir hans fær hún ekki túkall með gati hvað sem líður allri sáttfýsi móður hennar. Og hafi Watai ekki verið gift Fischer skv. íslenskum lögum fá frændur hans trúlega allt. Eða hvað??
Vilja ná sátt um dánarbú Fischers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er nú ansi mikill hroki í þessu hjá þér.
Það vill nú þannig til að ég bjó í Japan og vann að Fischer málinu fyrir RÚV á sínum tíma, og var reyndar annar tveggja sem fékk að heimsækja hann í innflytjendabúðirnar.
Litla stúlkan er dóttir Fichers . Hann hefur ekki viljað nefna hana til að vernda hana (og þær mæðgur) fyrir atgangi fjölmiðla.
Fischer hefur trúlegast brugðið á það ráð að giftast Watai á meðan að hann var í haldi til að reyna að styrkja stöðu sína, a.m.k. á pappírunum. Hann var reyndar ansi örvæntingafullur, efast um að hann hefði gifst hefði hann ekki verið í haldi. Annars veit maður ekkert um það.
Mér finnst nú eðlilegt að dóttirin fái helminginn af aurunum.
Jónas (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 21:13
Já, frekar hrokafullt! Af hverju ,,hrægammar"?? Ert þú hrægammur ef þú vilt arf eftir foreldra þína?
Gaui (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 21:37
Segi það nú líka. Ætli það myndi ekki breytast í honum hljóðið ef hann ætti sjálfur von á arfi, þá væri hann örugglega ekki hrægammur.
Eða finns honum kannski að íslenska ríkið ætti að erfa Fischer?
Greta Björg Úlfsdóttir, 12.2.2008 kl. 03:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.