Svona idjóta...

Svona idjóta á náttúrulega bara að rukka þegar búið er að moka þau útúr skaflinum. Eða bara að sleppa því að sækja þau, leyfa þeim að skjálfa soldið úr kulda.

En þetta er auðvitað lýsandi dæmi um egóisma íslendinga þegar kemur að umferð og akstri. Hugsanagangurinn hvort sem verið er útá þjóðvegi eða í borgarumferðinni er alltaf sá sami "hér kem ég, vertu ekki fyrir, umferðareglurnar eru bara til að segja hinum hvernig á að keyra, ég þarf ekki að fara eftir þeim" (maður getur ímyndað sér að þau þarna á heiðinni hafi hugsað sem svo: "hva, heiðin lokuð, gildir auðvitað ekki fyrir mig en leiðinlegt fyrir hina asnana").

Það þarf ekki að vera nema sona cirka 5 mínútur í umferðinni í Reykjavík til að láta sér detta í hug að hér sé engin ökukennsla og engar umferðarreglur. Fólk keyrir eins og það sé í Formúlu 1 keppni, svínar, flautar og djöflast. Fæstir virðast vita hvað hægri reglan er, biðskylda eða stöðvunarskylda. Svo virðist fólk lifa í þeirri trú að þegar komið er á rautt ljós eigi að fá sér að éta, hringja nokkur símtöl, líta í blöðin, mála sig, raka sig eða jafnvel fá sér blund. Allavega er sleðahátturinn á ljósum á Íslandi sá allra versti í nokkru því landi sem ég hef keyrt í. Margir landar mínir myndu ekki endast 5 mínútur í stórborg þar sem fólk fer eftir umferðarreglum.

Svo er náttúrulega alveg sér kapítuli hvaða ökutæki eru leyfð í borgarumferðinni. Útlendingar spyrja mig oft hvort virkilega allt sé leyft. Og ég segi auðvitað nei, það er enn bannað að vera á skriðdrekum, en örugglega bara að því hvað beltin myndu fara illa með malbikið. En umferðar og borgaryfirvöld sjá hins vegar ekkert að því að í borgarumferðinni séu monster jeppar á 44 tommu dekkjum sem taka eina og hálfa akrein og tvö til þrjú bílastæði. Það þykir jú bara flott!! Alveg sama þó þessir jeppar séu svo háir að ljósin á þeim blindi ökumenn fólksbíla. Alveg sama þó þessir bílar eigi álíka vel við í borgarumferðinni og fíll í postulínsverslun. Alveg sama þó aksturseiginleikar þessara bíla séu á við fullan pappakassa af grjóti.

Dagin sem breyttir jeppar verða bannaðir í borginni ætla ég að skála í góðu kampavíni.


mbl.is Lögðu á lokaða Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má ég skála með þér? Ökumenn þessara jeppa eru þeir frekustu á vegum landsins!! og mikið að þessum breittubílum fara ekki upp brattari brekku enn Ártúnsbrekkuna.

Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 12:54

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Nei við skulum bara ekki hafa neinar reglur, það er alltaf best.

Markús frá Djúpalæk, 10.2.2008 kl. 17:25

3 Smámynd: Bjarni Magnússon

Eigum við þá að  láta fólk frjósa í hel af því að það hefur ekki efni á því að láta bjarga sér?

Bjarni Magnússon, 10.2.2008 kl. 19:39

4 identicon

Landi: Þegar heiðin er lokuð þá er hún lokuð. Þótt einhverjir kjánar séu búnir að rugla eitthvað í bílunum sínum þá þýðir það ekki að þeir séu yfir reglurnar hafnir. Enda erum við öll að borga brúsann vegna slíkra einstaklinga.

Og ég tek undir með ykkur hinum, ég mun líka fagna þegar þessi afskræmdu farartæki fara af borgarvegunum, enda þjóna þessir fjallatrukkar engum tilgangi innan borgarinnar og eru enungis til ama sem og töluverðrar mengunnar.

Íslendingur (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband