Innheimtudeild lögreglunar...

Alveg er það ótrúlegt að íslensk trygginarfélög geti beitt fyrir sig lögregluembættum landsins í innheimtuhlutverki. Væri ekki nær að lögreglan héldi uppi lögum og reglu eins og hlutverk hennar er samkvæmt lögum, "með lögum skal land byggja"?????

Auðvitað á fólk að borga tryggingarnar sínar, engin spurning, og auðvitað á fólk ekki að fá að komast upp með að aka um á ótryggðum farartækjum. Og hvernig á þá að leysa þetta?? Í Svíþjóð er rekið batterí í samvinnu tryggingarfyrirtækja og hins opinbera. Ef þú borgar ekki tryggingarnar þínar þá tekur þetta fyrirtæki yfir og tryggir bílinn þinn með lágmarkstryggingu en á þvílíku verði að maður bara svitnar, það er trúlega í dag um 300-400% dýrara en venjuleg trygging og um það gildir hið sama og skattaskuld. Þú getur ekki selt bílinn án þess að greiða skuldina, í stuttu máli þú losnar bara við þessa skuld með einu móti. Þú borgar hana. Og sænska lögreglan þarf ekki að rúnta um borgir og bý í skjóli nætur og skrúfa bílnúmer af bílum heldur getur einbeitt sér að sínu lögboðna hlutverki. Og tryggingafélögin missa innheimtuþjónustuna sína.


mbl.is Númerin fjarlægð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband