Föstudagur, 1. febrúar 2008
Hvernig tímir fólk þessu??
Einhverntíma hefðu 25% vextir verið kallað okurlánastarfsemi og sá sem rukkaði það verið sendur í grjótið. Ekki þar fyrir, vaxtakjör íslenskra banka myndu kallast okur í flestum vestrænum löndum jafnvel í dag.
En það sem er ofar mínum skilningi er hvernig fólk tímir þessu og eins hvernig það hefur efni á þessu. Vitað er að mörg heimili skulda mun hærri upphæðir í yfirdráttum en þessi tala segir og vaxtabyrðin þ.a.l. mun hærri. Skil bara ekki hvernig fólk getur borgað 200 þús. eða þaðan af meira í vexti á hverju ári. Kannski 20-30 þús. á mánuði. Og í flestum tilfellum eru þetta lán sem eru notuð til að fjármagna neyslu, eða með öðrum orðum, til að fjármagna lífsstílinn. Ekki furða að íslendingar vinni mikið.
Feginn er ég að skulda ekki yfirdrátt.
1,2 milljarðar í yfirdráttarvexti á mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.