Fimmtudagur, 31. janúar 2008
Allir jafnir, bara sumir jafnari en aðrir...
Minnir mig á félaga Napoleon úr Animal Farm. Það eru allir jafnir, bara sumir jafnari en aðrir. En alveg sama hvað verður hamast á þessu. Árni M. kemur aldrei til með að viðurkenna mistök því þá væri hann jafnframt að viðurkenna að hafa haft rangt fyrir sér og allir sæu að gerðir hans væru perverskar og annarlegar.
En undralega þykir mér Samfylkingin hljóðlát í þessu máli. Greinilegt að hitinn við kjötkatla valdsins er ansi notalegur og ekki hættandi á að hrista upp í neinu. Einhverntíma hefði Össur og Ingibjörg riðið röftum í svona máli. En nei, ekki núna. Sama rassgatið undir þessu hyski öllu, markmiðið er völd og þjóðin getur étið skít.
Dómnefnd mat alla umsækjendur hæfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.