Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Fáránlegt...
Auðvitað á fólk rétt á að fara út og fengið sér í glas án þess að reykt sé ofan í það. Hins vegar eiga reykingamenn líka rétt á að fara út og fá sér í glas og rettu með.
En á meðan á opinberir staðir s.s. Alþingishúsið, Leifsstöð, og eflaust fleiri staðir fá að halda sig með sérstök reykherbergi eða reyksvæði getur það varla talist sanngjarnt að banna öldurhúsum borgarinnar að gera slíkt hið sama. Annað hlýtur að kallast mismunun sem er bönnuð skv. stjórnarskrá lýðveldisins.
Persónulega dettur mér ekki í hug að fara út á lífið ef ég get ekki fengði mér smók yfir bjórnum mínum. Drekk hann frekar heima.
Þessum reglum bara verður að breyta. Öfgarnir ganga alltof langt og eru íþyngjandi fyrir þá sem reka veitingastaði. Afmarkað reykherbergi með góðri loftræstingu getur varla talist til óþæginda fyrir þá sem reyklausir eru og ógna varla heilsu þeirra eða almennings.
Annars eru danir sniðugir. Ef veitingastaður er undir ákveðnum fermetrafjölda má reykja þar, púnktur.
Borgin ráðalaus vegna reykklefa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
eins og talað úr mínu hjarta
Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.