Deyr fé, deyja frændur...

En um þetta fé má sennilega með sanni segja að farið hafi betra. Einhvern vegin hlýtur það að lýsa stjórnmálaflokki best ef sá sami flokkur telur það áfall þegar greinilega spilltur og siðlaus einstaklingur ákveður að hætta sem fulltrúi flokksins í borgarstjórn. Maður sem fer undan í flæmingi og svarar engu þegar rætt er um fatakaup á kostnað kosningasjóðs flokksins á tæplega erindi í stjórnmál, nema með mögulega þeirri undantekningu að um sé að ræða framsóknarmann. Flokkurinn sá hefur jú ekki beint vammlausan feril þegar kemur að siðleysi, spillingu og eiginhagsmunapoti.

Ég sé reyndar ekki betur en Björn Ingi Hrafnsson hafi gert sig sekan um talsvert alvarlegt skattalagabrot með því að telja ekki fram stórar upphæðir í fatakaupum. Og mér er alveg sama þó svo BIH segi að þetta "hafi verið smáar upphæðir". Ég væri amk í djúpum skít ef ég hefði gert það sama.

Það eina sem gæti trúlega verið til í ummælum ungliða framsóknar er að þarna fer maður sem á tæpum 2 árum í stjórnmálum hefur náð talsvert langt í spillingu og eiginhagsmunapoti. Von að þeim þyki súrt að sjá á bak slíkum snillingi úr flokknum. Greinilega formannsefni eftir þeirra mælistiku.

 


mbl.is Mikið áfall fyrir Framsóknarflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Denny Crane

Þú ert gjörsamlega úti á þekju, bæði í pólitískri hugsun og lagalega. Haltu áfram að láta mata þig af upplýsingum án þess að beita votti af smá gagnrýninni hugsun. Þú þarft fleiri samlokur í nestiskörfuna til að leggja upp í lautarferðina :) Góða ferð.

Denny Crane, 26.1.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband