Rugludallurinn Ástþór Magnússon

Var að enda við að lesa "grein" eftir Ástþór Magnússon fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Ástþór fer þar mikinn um aðdraganda síðustu forsetakosninga og ýjar að því að brögð hafi verið í tafli, m.a. með því að fjölmiðlar hafi ekki sýnt honum nægan áhuga og virðingu. Skitprat!! Auðvitað eyða alvöru fjölmiðlar ekki pappír og bleki í að fjalla um frambjóðanda sem enginn tekur alvarlega.  Reyndar efast ég um að Ástþór taki sjálfan sig alvarlega a.m.k. ef miðað er við hvernig hann talar og kemur fram. Það er þekkt að í flestum lýðræðisríkjum bjóða rugludallar sig fram, þekkt dæmi eru t.d. frá Bretlandi og víðar en nærtækasta dæmið er auðvitað núverandi forseti USA, en það sýnir okkur m.a.s. að hvaða fífl sem er getur náð kjöri. Þetta er eitt af einkennismerkjum lýðræðisins og ekkert athugavert við að hvaða kjaftaskur og idjót sem er fái að nýta rétt sinn til að bjóða sig fram að uppfylltum þeim almennu skilyrðum sem sett eru. Því miður er það ekki skilyrði hér á landi að frambjóðendur séu með fulle fem eða almennt húsum hæfir. Þá hefði ÁM aldrei komist í framboð.

Í grein sinni talar ÁM um "rússsneskt lýðræði" og einhvern "heimsfrægan prófessor" sem var sundurklipptur í Kastljósi og líkir ÁM þessu við stjórnarhætti Milosevic. Prófessorinn heimsfrægi átti víst að geta sýnt framá hversu ofsalega gott það yrði fyrir friðinn í heiminum ef ÁM yrði forseti lýðveldisins Íslands. Þessi samlíking við Júgóslavneska uber-þjóðernissinnan Milosevic sýnir auðvitað betur en allt hvaða hugsanagang ÁM hýsir og hvaða hug hann ber til ættjarðar sinnar og þjóðarinnar sem hana byggir. Svei!!

 Næst gerir ÁM að því skóna að forsetakosningar gætu bara orðið hin besta lyftistöng fyrir efnahag landsins úr því sveitarfélögin fá einhverjar krónur fyrir hvert greitt atkvæði frá ríkinu. Einmitt. Þá er náttlega um að gera að kjósa bara á hverjum mánudegi árið út og inn. Þannig verður jú aldrei kreppa á Íslandi, a.m.k. ekki ef notað er reiknilíkan ÁM.

Og svo segir hann að það sé fjarstæða að kosningar séu einhver kostnaðarbaggi á þjóðfélaginu. Og svei mér ef það er ekki það eina sem hann fer rétt með í þessari grein sinni. Bagginn er hins vegar misheppnaður bíssnessmaður sem þjóðin hefur þegar hafnað tvisvar og að auki búinn að fá mikið meira en nóg af. Mer finnst a.m.k. langsótt að við skattborgarar greiðum fyrir kosningar bara til að ÁM geti hlúð aðeins að ofvöxnu egói sínu, hvort sem hann þykist gera það í nafni friðar eða ódýrs skeinipappírs.

 Það getur vel verið að ÁM sé friðarsinni en ég held að hann sé fyrst og fremst "Ástþórssinni" og beri ekki hag nokkurs annars fyrir brjósti. En ef hann er virkilega slíkur friðarsinni sem hann þykist vera þá ætti hann í raun að eyða orku sinni þar sem hans er þörf. T.d. friðargæsla? Írak t.d.??

Farðu í friði Ástþór Magnússon, en gerðu það bara FARÐU!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband