Sunnudagur, 13. janúar 2008
Blah....
Spurning hverjir ógna öryggi allra mest. Ætli það sé ekki fastistastjórn Bush sem er hættulegust? A.m.k. hef ég meiri áhyggjur af þeim heldur en írönum, ég sef alveg fyrir þeim.
Íran ógnar öryggi allra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allt sem hann tínir til þarna er hann sjálfur að gera, það á auðvitað að vera búið að slíta stjórnmála sambandi við þetta ríki (USA) fyrir löngu síðan.
þórhallur þórhallsson° (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 16:18
Einar er greinilega mikill spaugari og get ég vel skilið þessa stríðni hans. Auðvitað veit Einar að Íran og stjórnvöld þar eru mestu meinleysis grey. Þó Íran sé ekki sú paradís sem marga Norðurlandabúa dreymir um þá er ástandið þar með skásta móti í þessum heimshluta. Í Íran eru haldnar lýðræðislegar kosningar sem standast helstu kröfur Sameinuðuþjóðanna. Menn og konur fá að kjósa til þings, sveitastjórna og Forseta landsins. Þar er stjórnarskrá sem tryggir stöðu minnihlutahópa s.s. gyðinga.
En hvernig er þetta í Saudi Arabíu þangað sem Alþingiskonurnar okkar fóru á dögunum. Engar kosningar, ekkert jafnrétti og konur mega ekki keyra bíla. Þar er líka troðið á minnihlutahópum og ekki taka þeir fagnandi á móti kristnum eða gyðingum. Svipaða sögu er að segja frá Ísrael. Þar er ekki stjórnarskrá, minnihlutahópar mega ekki eignast land eða húsnæði, réttur araba til að ferðast er takmarkaður með lögum og síðast en ekki síst mega arabar ekki kvænast erlendum ríkisborgurum nema fara úr landi.
Einar djókari djókar með allt sprengiefnið sem er á leiðinni til Íslands frá Íran og segir "fólk fer upp í strætó og getur ekki verið viss um að það labbi lifandi út... ekki mundi ég sofa vel við þær aðstæður ...." Er ekki bara ráðið Einar minn að hætta að taka strætó kaupa sér bíl? Svo þú getir komist í bæinn og séð alla dýrðina með eigin augum.
Björn Heiðdal, 13.1.2008 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.