Laugardagur, 12. janúar 2008
Smástrákar...
Það er alveg eins með þetta og helv. útlendingana í fyrrinótt. Það á að taka á þessu hratt og af mikilli hörku. Að ráðast að fulltrúa valdstjórnarinnar er að ráðast gegn þjóðinni. Auðvitað eru þetta ekkert annað en smástrákar sem vildu eflaust ganga soldið í augun á stelpunum á ballinu og það gera þeir vissulega, þeir verða sko aðaltöffarar skólans næstu vikurnar.... En það er dómstólanna og kerfisins að koma lögum yfir þá og við það á hiklaust að beita hörku. Svona brot á að bera lágmark 4-6 mánuði í grjótinu and then some!!
Einhver minntist á hvort þurfi að vopna lögregluna og/eða láta þá fá hunda. Við skulum vona að við berum gæfu til að hafa hér óvopnaða lögreglu en hundahugmyndin er mjög góð og virkilega athugandi. Það vill svo til að ég var eitt sinn staddur í Lundi í Svíþjóð þegar laust þar saman nýnasistum og ekki-nýnasistum og þar sást greinilega hversu fælandi áhrif geltandi og slefandi Sheffer hundur í keðju hefur. Þú ræðst ekki gegn þeim sem heldur í keðjuna nema þú sérst algerlega heiladauður.
![]() |
Veittust að lögreglumönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef oft hugsað þetta mál með hundana, en aldrei látið verða að því að setja á blað/blogg. Hundar eru mjög góð " Lögreglutæki " og hafa sýnt það og sannað erlendis að þeir ná fljótt stjórn á aðstæðum, eða auðvelda Lögregluþjónum að beita valdi við handtökur.
Bestu kveðjur
Gísli Birgir Ómarsson, 12.1.2008 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.