Fimmtudagur, 10. janúar 2008
Lygari...
Hvílik endemis þvæla. Flugrútur byrja að ganga frá Reykjavik alla morgna um 4. Og þær eru ansi þétt sérstaklega yfir sumartímann. Þessi þjóðverji hefur einfaldlega ekki tímt að borga fyrir gistingu síðustu nóttina sína hér á landi og ætlað að gista í Leifsstöð. Gott dæmi um hina þekktu sparsemi (lesist nísku) þjóðverja. Í Leifsstöð eru skilti sem einmitt banna fólki að sofa þar, en slíkt er einmitt algengt á flugvöllum um allan heim. Svo efast ég um að leyft sé að tjalda á bílastæðum á flugvöllum almennt og alveg örugglega ekki í Þýskalandi. En níska þjóðverja á sér jú engin takmörk, það vita flestir.
Þýskur skáti ekki sáttur við Leifsstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já! djöfull skil ég þig innilega!
Svo þessir helvítis japanar, alltaf með myndarvélarnar út um allt.
Bandaríkjamenn eru allir heimskir, og eins og venjulega eru Íslendingar uppfullir hroka og besservisserisma :P
Sindri Svan (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 09:19
Talandi um rassísma, AUÐVITAÐ eru allir Þjóðverjar nískir og allir Íslendingar fyllibitar eða hvað???????????????
Þjóðverji (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 09:32
Þetta er engin vitleysa eða lygi, vinkona mín kom í heimsókn yfir jólin á átti flug kl 6:30 frá keflavík. Hún ætlaði að taka síðasta flug að norðan kvöldið (komin 21:30 til rvk) áður og því hringdi ég fyrir hana til að athuga hvenar flugrútan færi um kvöldið því hún ætlaði bara vera upp á velli yfir nótt, þá var okkur sagt að það væri engin flugrúta sem fyrr en 4:45 um moguninn og auk þess yrði henni hennt út úr leifsstöð yfir nótt. Þannig ef hún hefði tekið flugrútuna 4:45 verið komin til keflavíkur um 5:30 sem sagt klukkutíma fyrir en ekki 2 eins á leyfstöð segja að maður eigi að vera komin. - Ferðaþjónustan í landinu er einfaldlega ekki ætluð ferðamönnum nema þeim þeim sem hafa stórt seðlaveski.
Guðný (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 09:47
Kannski gott að hafa í huga, áður en farið er að benda í allar áttir, að líta aðeins í eigin barm og athuga að ísland er dýrasta land í heimi og við ættum frekar að vera ánægð með það að einhverjum þyki það mikið til lands okkar koma að hann leggi það á sig að koma hingað, þegar hægt er að þvælast um flest Asíulönd fyrir 10 dollara á dag.
Hvað kostar til dæmis að bjóða þér góðan daginn herra taxi driver? 490 kr er það ekki?
Bobotov , 10.1.2008 kl. 12:01
Jája...
Guðný: Þetta stenst ekki. Einhver misskilningur í gangi. Rúturnar ganga eftir áætlun flugsins. Þannig að á kvöldin er engin rúta. Hins vegar gengur SBK.
Bobotov: Nei, Ísland er næstdýrast. Hefurðu ferðast um Noreg? Og ég er ofsalega glaður að fólk vilji koma hingað. En ég er jafnósáttur við að verið sé að dreifa ósannindum (því þetta er ekkert annað) um landið mitt (okkar) í jafnvíðlesnu tímariti og Der Spiegel. Og það er kjarni málsins. Þetta þurftum við Íslendingar að búa við öldum saman en ætti ekki að þurfa svo í dag. Og það er frítt að bjóða mér góðan daginn. Hinsvegar er startgjaldið hjá mér 490 kall eins og hjá öllum leigubílum, góðan daginn er innifalið. Strætó kostar 250 en þar færðu annað hvort ekki góðan daginn eða þá bara á pólsku.
Taxi Driver, 10.1.2008 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.