Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Lúserar og almennt (van)þakklæti...
Usss, þessi maður ætt nú að skammast sín soldið fram eftir árinu. Honum hefur eflaust þótt notalegt að fá björgunarsveitina til að aðstoða við að bjarga galeiðunni sinni og eflaust þykir honum gott að vita af þeim næst þegar hann fer til rjúpna eða bara í tilgangslausa hálendisferð. En honum þykir greinilega of gott fyrir björgunarsveitina að þeir fái að nota sína klassísku leið til fjáröflunar. En auðvitað á fólk ekki að versla við þessa "einkaaðila" í flugeldasölu. Innrás þeirra á þennan markað er ósmekkleg og ekkert annað en frekja.
Lögregla þurfti að skakka leikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
tók ekki lögreglan hans málstað og fjarlægði auglýsingar björgunarsveitarinnar ? Þessi innrás eins og þú nefnir er bara business og þessar björgunarsveitir eiga sko engan einkarétt á þessu drasli.. ef mönnum er svona umhugað um björgunarsveitirnar þá er vel hægt að styrkja þær með fjárframlögum.. td 2000 kall á mánuði.
Samúð mín með björgunarsveitum varðandi flugeldasölu dó þegar þeir drápu viðskipti frænda mins í Garðabæ sem framleiddi flugelda áratugum saman.. björgunarsveitirnar vildu frekar innflutt drasl. Ég kaupi eingöngu flugelda af KR enda er þeim peningum vel varið.
Óskar Þorkelsson, 1.1.2008 kl. 13:39
ó plís hvaða fjandans bjáni helduru að myndi fara að leggja 2000kall á mánuði inn á björgunnarsveitirnar!! Afhverju gerir maður það þá ekki bara fyrir barnaspítalan og Rauða krossinn líka?? What the hell!!
Og einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að ef að þær myndu einhver tíma bjarga þér ofan af jökli eða utan af sjó myndiru ekki mikið hugsa til hans frænda þíns í Garðabæ.
Mér finnst bara að þeir megi eiga flugeldasöluna í friði fyrir öðrum
Hjördís Ásta, 1.1.2008 kl. 14:33
Óskar: Ætli meint aftaka á flugeldaverksmiðju frænda þíns hafi ekki einmitt líka verið bísness? Eða hvað heldur þú?? Kannski björgunarsveitirnar ættu að fara að breyta sínum rekstri líka í bísness?? Fara að bjarga fólki eftir gjaldskrá?? Á Íslandi er rekstur happadrætta og spilakassa verndaður með lögum þannig að ágóðinn renni til ýmissa góðgeðarmála eða til Háskóla Íslands. Auðvitað væri ég til í að fá að reka eitt stykki happadrætti til ágóða fyrir mig en svona eru lögin. Sama ætti að gilda um flugeldasölu. KR hefur hins vegar skapað sér, hvað eigum við að kalla það, tilverurétt?? á þessum markaði enda búnir að selja flugelda í sjálfsagt einhver 20-30 ár.
Taxi Driver, 1.1.2008 kl. 15:39
Ef björgunarsveitirnar hefðu einkarétt á flugelda sölu færi þetta í algjört okur. Svo segir Bjarni og skipstjóri skipsins að allt væri "under control" (stóð í frétt á mbl.is). Lóðin er í eigu dreggs og skilti var búið að vera þarna í smá tíma og Bjarni setti ekkert út á það. En þegar það er komið skilti og auglýsinga bíll á mína eigin lóð sem ég er í samkeppni við þá hefði ég gert það sama og hann. Svo hringja skátarnir í lögguna og kvarta? Er þetta hvernig þeir hátta samkeppni þegar þeir vita að þeir eru með 2 auglýsingar á lóð keppinauta? Eintómt væl og skæl í þeim. Ríkið gæti líka alveg styrkt björgunarsveitirnar með því að hætta að standa í framkvæmdum sem einkaaðilar eiga að sjá um.
Ekki rétt nafn! (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 15:51
Taxi driver.. þú ert kominn í mótsögn við sjálfan þig. Lestu fyrsta pistillinn þinn og síðan svar þitt til mín.. auðvitað er þetta business og björgunarsveitir landsins eiga engan einkarétt á sölu á þessu drasli sem flugeldar eru.
Frændi var gerður gjaldþrota af því að björgunarsveitirnar fóru að flytja inn ódýrt drasl frá kína upp úr 1975. Drasl sem var svo lélegt að ótalmörg slys hlutust af.. möo, björgunarsveitirnar gáfu skít í gæðin á meðan þeir gátu fleytt rjómann af gróðanum og 11 manns misstu vinnuna og heill iðnaður lagðist af í leiðinni.
hjördís, það er ekki mikil hætta á að þeir þurfi að bjarga mér ofan af jökli enda fer ég aldrei á jökul. Ef ég mundi fara þangað þá mundi ég hafa allan varann á svo ég mundi ekki lenda í sömu dellunni og fíflin sem voru dreginn þaðan niður rétt fyrir áramót í 70-100 metrum á sekúntu.
Óskar Þorkelsson, 1.1.2008 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.