Föstudagur, 21. desember 2007
Jæja...
Það er eiginlega tvennt í þessu máli. Í fyrsta lagi er bótaupphæðin býsna há svo ekki sé nú meira sagt. Held að væri nær að dæma sektir í svona málum og aurarnir rynnu þá til fórnarlamba ofbeldisglæpa, líkt og gert er í Svíþjóð (brottsofferfonden heitir hann eða eitthvað í þá áttina). Reyndar ættu allar sektir sem annars renna í ríkissjóð að renna þangað. En mannorðið hlýtur jú að vera hverjum og einum einhvers virði þannig að vissulega á sá sem fær það útskitið af sóðasnápum að fá eitthvað í sinn hlut. En hitt er svo það sem ekki er sagt. Hverjir voru ritstjórar DV þegar þessi aftaka fór fram? Skyldi þó ekki hafa verið Jónas Kristjánsson og/eða Mikael Torfason?? Sóðasnápar báðir tveir, og nokkuð margir svona dómar síðustu misseri hljóta að segja sína sögu um ritstjórnarhæfileika þeirra félaga.
Fær 1,5 milljónir í bætur fyrir meiðyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.