Tré og aðrar plöntur...

Mér finnst nú Rússar eiginlega ekki komnir niður úr trjánum enn, amk ekki hvað varðar lýðræði og stjórnmál almennt. Þeir eru eiginlega enn fastir ofarlega í því tré sem félagi Stalín gróðursetti hérna um árið. Margt gott má vissulega segja um Rússland og Rússa en þeir þekkja varla nokkuð annað en kúgun og einræði, þannig að hjá þeim er jú eiginlega Status Quo.

En val Time á Putin sem manni ársins rifjar upp annað umdeilt val tímaritsins, þe þegar maður að nafni Adolf Hitler var valinn maður ársins fyrir árið 1938 en svona til upprifjunar var það sama ár og hann reif í sig hið sjálfstæða Tékkland (tilviljun? Tékkland, Tjetjenía?). Þetta val er nokkuð sem Time hefur sosum aldrei verið neitt sérstaklega stolt af, af eðlilegum ástæðum. Vonandi þurfa þeir ekki líka að skammast sín fyrir val á manni ársins 2007.


mbl.is Dregin upp mynd af Rússum „nýkomnum niður úr trjánum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband