Feginn er ég...

Feginn er ég að mitt heimili skuldar ekki krónu í yfirdrátt eða önnur neyslulán ef útí það er farið. Tvö stykki bílalán (annað af atvinnutækinu) og 12 millur hjá íbúðalánasjóði, það er allt og sumt. Réttu megin við 150 þús á mánuði greiðslubyrðin af því. En fréttin gefur jú engan vegin rétta mynd af ástandinu. Fullorðið fólk, þ.e. þeir sem komnir eru yfir 55-60, skulda mun minna í yfirdráttum en fréttin gefur til kynna og sama má segja um t.d. öryrkja. Ef þessar tölur eru teknar inní dæmið er ég hræddur um að meðalheimilið skuldi vel yfir milljón í yfirdrætti, þ.e. 500 þús á mann eða meira. 240 þúsund á ári í bara vexti af því, fyrir nú utan einn eða helst tvo flottræfilsbíla (helst risavaxinn jeppa eða amerískan pickup) í hlaðinu. Alveg er það nú ótrúlegt að sjá ungt fólk, milli tvítugs og þrítugs eða akkúrat á þeim aldri sem það er að koma sér upp íbúð keyra um á sitthvorum 5-6 milljóna bílnum og helst með hjólhýsi (skuldahala) í eftirdragi. Og talandi um það. Er ég eini íslendingurinn sem missir málið af reiði þegar maður sér konur og ungar stelpur (karlmenn líka ef út í það er farið) koma á þessum risavöxnu amerísku pallbílum inná leikskólaplan, skólaplan eða bara stæðin hjá Bónus eða Kringlunni?? Það eru hvergi nógu stór stæði fyrir þessa bíla og fólk þarf undantekningarlaust 2-3 stæði fyrir þá bara til að sækja barnið á leikskólann eða ná í mjólk í Bónus. Ég gæti stundum froðufellt yfir þessu rugli. En þetta var jú útúrdúrWink. En niðurtalningin að kreppu er trúlega hafin, spurning hversu harður skellurinn verður þegar hann kemur. Vonandi að sem flestir sleppi en öruggt að einhverjir, jafnvel margir, eiga eftir að fara illa út þegar þar að kemur.


mbl.is Yfirdráttarlán aldrei hærri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband