Þriðjudagur, 11. desember 2007
So true...
Mikið er ég sammála þessu. Ef einhver gata í Reykjavík nálgast það að líta út eins og "slum" þá er það Hverfisgatan. Ef hún væri í einhverri annari borg Evrópu mynum við finna þar gluggaraðir eins og Rauða Hverfi Amsterdam eða Reperbahn Hamborgar eru fræg fyrir. Satt að segja á ég alltaf hálfpartin von á að sjá slíkt í hvert sinn sem ég keyri þar um. En þetta er synd. Við þessa götu eru jú fallegar byggingar, t.d. Þjóðleikhúsið, Þjóðmenningarhúsið og gamla Bjarnaborg. Þarna leynast jafnvel innan um falleg gömul íbúðarhús. En við hverja er að sakast? Ekki bara borgina þó svo hún ætti vissulega að sjá sóma sinn í að gera þessari götu gott þegar kemur að jólaskreytingum og almennri umhirðu. En sú saga gengur að bíssnessmenn hafi á síðustu árum eignast mikið af húsum og lóðum þarna og ætli sér mikla uppbyggingu á svæðinu. Það er vel en gagnast lítt ef ekkert er gert árum saman. En íbúar og kaupmenn á svæðinu verða vissulega að láta heyra meira frá sér, því ef enginn er þrýstingurinn á yfirvöld gerist ekkert. Það eru gömul sannindi og ný á Íslandi.
Dapurleg götumynd Hverfisgötu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.