Euroshopper bjór?? Hahaha...

Nei andskotinn, aldrei skal ég láta inn fyrir mínar varir Euroshopper eða Krónu bjór. Ef miða má við aðrar Euroshopper vörur get ég ekki ímyndað mér að það verði annað en vatn með bjórlit. Borga frekar 50-100 kalli meira fyrir almennilegan bjór s.s. Egils Maltbjór eða Tuborg, takk fyrir. Reyndar sneiðum við á mínu heimili sérstaklega framhjá Euroshopper vörum ef undan er skilinn ávaxtasafinn, það eina nothæfa af vörunum þeirra. Reyndar er það svo að eftir að Bónus fór að halda þessum vörum að manni finnst amk mér vöruúrvalið hafa sett mikið niður.

 

En að öðru. Mér finnst að ekki ætti mikið að tala um menningu og áfengi í sömu setningu, amk ekki þegar verið er að tala um þessa hluti í tengslum við íslendinga. ég hef allavega aldrei séð neitt sem minnir á menningu þegar íslendingar fá sér í glas, öðru nær.


mbl.is Í startholunum með Euroshopper-bjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Varðandi fyrri málsgrein þína: Gott og vel, en þessi afstaða var alin úr mér á barnsaldri.  Það á að smakka á öllu og ef þér finnst það vont, máttu sleppa því í framtíðinni.  Þetta viðhorf: ,,Þetta hlýtur að vera vont, bara vegna þess að flest annað frá framleiðandanum er vont" er barnalegt.

Varðandi síðari málsgreinina: Væri þá ekki nær að reyna að bæta þar úr?

Sigurjón, 18.10.2007 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband