Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 27. janúar 2008
Farið hefur fé betra...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 27. janúar 2008
Ömurlegt...
Við leigubílstjórar vinnum við þjónustustarf. Við keyrum fólk frá A til B gegn gjaldi og þó ég segi sjálfur frá þá eru íslenskir leigubílstjórar í hæsta gæðaflokki hvað varðar fagmennsku. Sama má segja um bílana, óvíða sjást eins vandaðir, dýrir og snyrtilegir bílar eins og á Íslandi. Og ekki að ástæðulausu, segja má að viðskiptavinir okkar, þe íslenska þjóðin, sé orðin þessu vön og ætlist til þess.
En svo koma upp svona atvik. Einhver dauðadrukkin skítaklessa ræðst á bílstjórann og bítur hann!! Það er reyndar alveg ótrúlegt hvað okkur er boðið uppá. Það er ælt í bílana hjá okkur, fólk stingur af frá ógreiddum bíl og svona má endalaust telja. Það kemur jafnvel fyrir að fólk skíti á sig í bílunum hjá okkur. Fólk hefur verið svo ósvífíð að halda því fram að það sé "innifalið í verðinu" að æla í leigubíl og neitað að greiða fyrir þrif og vinnutap. Það er sparkað í bílana hjá okkur, hent í þá flöskum og dósum, fólk sest á götuna fyrir framan í bílinn í þeirri fáránlegu trú að það fái þá frekar far með þeim bíl jafnvel þó svo hann sé þegar með farþega. Speglarnir eru brotnir af, sætisáklæðin skorin sundur, öryggisbeltin eyðilögð, fiktað í tækjunum. Okkur er hótað líkamsmeiðingum, jafnvel ógnað með hnífum eða flöskum, það er ýtt við okkur, káfað á okkur, rifið í okkur. Við horfum uppá hjón berja á hvort öðru í bílunum á leið heim úr nýárs eða jólaboðum, jafnvel með smábörn með sér. Iðulega er ætlast til þess að við tökum farþega sem eru svo ósjálfbjarga af drykkju að það þarf bókstaflega að bera þá útí bíl. Og svo þegar við neitum, því hvers vegna í ósköpunum eigum við að taka dauða manneskju í bílinn, verður fólk alveg brjálað.
Mér þætti gaman að sjá íslendinga sýna af sér erlendis þó ekki væri nema helming þeirra skrílsláta sem þeir sýna af sér í leigubílum hérlendis. Hætt við að margir myndu gista fangageymslur þá eða jafnvel þaðan af verra.
Mikið er kvartað yfir hvað leigubílar eru dýrir hér á landi. Og það má svosem færa að því rök að svo sé. En ég spyr þig lesandi góður hvað villt þú fá í kaup fyrir segjum 12 tíma vinnu frá 20 á laugardagskvöldi til 8 á sunnudagsmorgni? Einföldum þetta og finnum út hvað þú villt hafa í tímakaup. Þætti þér 2500 kall á tímann viðunandi? Líka ef ég segði þér að þú þyrftir að eiga von á öllu því sem ég taldi upp hérna fyrir ofan og örugglega lenda í einhverju af því?? Ég hugsa reyndar að flestum þætti 2500 kallinn of lítið og reikna með að flestir vildu meira. Segjum 3500 kall.
Á ég að segja ykkur soldið? Við leigubílstjórar berum sennilega svipað eða minna úr býtum þegar reiknað er með kostnaði. Hvaða kostnaði spyrð þú nú lesandi, er þetta ekki bara bensín??
Kostnaður við rekstur leigubíls er svona á bilinu 30-40% af því sem inn kemur. Af 3000 kr fargjaldi, segjum úr Hafnarfirði niður í miðbæ Reykjavíkur á næturtaxta fer með öðrum orðum um 1000 kall í kostnað. Kíkjum aðeins í kostnaðinn:
Bensín á mánuði ca 120 þúsund.
Stöðvargjöld á mánuði 65 þúsund
Dekk. Þrír gangar á ári hið minnsta ca 200 þúsund. Svona 18-20 þús á mánuði
Tryggingar. Já það er dýrt að tryggja leigubíl. 230 þús á ári hjá mér. Um 20 þús á mánuði.
Ein smuringin á mánuði 10 þúsund kall.
10 þúsund kílómetrar keyrðir á mánuði. Það er slit á bílnum fyrir svona 100 þúsund kall á mánuði. Mismundi eftir bílum vissulega en örugglega ekki undir þvi. Sæmilegur bíll til leiguaksturs kostar svona 2.5 til 3 milljónir. Eftir 2 ár er hann keyrður 230-270 þúsund og orðinn verðlaus.
Annar kostnaður. Þrif á bílnum, bifreiðagjöld, almennt viðhald, gjöld til Vegagerðarinnar, kostnaður vegna posaviðskipta, töluverður símakostnaður (fólk vill jú láta hringja í sig þegar bíllinn er kominn) og margt smátt og stórt. Mismunandi auðvitað en örugglega 30 - 50 þúsund kall á mánuði.
Ekki segja mér að leigubílar séu of dýrir á Íslandi.
En hvað er til ráða? Eigum við kannski að fara bara í verkfall og hætta að sinna akstri á helgarnóttum? Eigum við að kaupa allir breska leigubíla með 5-6 sætum afturí, skilrúm með lúgu til að loka á farþegana? Bíll sem er hægt að spúla með slöngu eftir hina hamingjusömu íslendinga sem geta ekki haldið þorramatnum niðri á leiðinni heim?? Kaupa okkur rafbyssur?? Veit ekki, hvað finnst þér??
Það má ekki misskilja mig. Að vera leigubílstjóri er ekki örmulegt eða leiðinlegt starf. Þvert á móti. Það er skemmtilegt og áhugavert starf. Þú hittir endalaust af skemmtilegu fólki, leiðinlegur reyndar líka, þú ert alltaf á ferðinni, hvort sem er á nóttu eða degi, í sól eða snjó. En það þarf bara einn farþega til að eyðileggja daginn, nóttina, vikuna eða jafnvel lífið eins og hann Bjössi kunningi minn lenti í. Einhver smástrákur ákvað að það væri þjóðráð að ræna hann og barði hann með hamri í hausinn. Bjössi verður aldrei samur maður á eftir.
Ráðist á leigubílstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 27. janúar 2008
Ekki furða...
ABC gert að greiða háa nektarsekt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 26. janúar 2008
Aldrei myndi ég stela kana...
Bandarískum hjálparstarfsmanni rænt í Afganistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 26. janúar 2008
Einræðisherra með prik í annari hendi og úlfaldaskít í hinni..
Musharraf aðvarar Vesturlönd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 26. janúar 2008
Síonískir fasistar...
Ísraelar útiloka ekki samstarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 26. janúar 2008
Deyr fé, deyja frændur...
En um þetta fé má sennilega með sanni segja að farið hafi betra. Einhvern vegin hlýtur það að lýsa stjórnmálaflokki best ef sá sami flokkur telur það áfall þegar greinilega spilltur og siðlaus einstaklingur ákveður að hætta sem fulltrúi flokksins í borgarstjórn. Maður sem fer undan í flæmingi og svarar engu þegar rætt er um fatakaup á kostnað kosningasjóðs flokksins á tæplega erindi í stjórnmál, nema með mögulega þeirri undantekningu að um sé að ræða framsóknarmann. Flokkurinn sá hefur jú ekki beint vammlausan feril þegar kemur að siðleysi, spillingu og eiginhagsmunapoti.
Ég sé reyndar ekki betur en Björn Ingi Hrafnsson hafi gert sig sekan um talsvert alvarlegt skattalagabrot með því að telja ekki fram stórar upphæðir í fatakaupum. Og mér er alveg sama þó svo BIH segi að þetta "hafi verið smáar upphæðir". Ég væri amk í djúpum skít ef ég hefði gert það sama.
Það eina sem gæti trúlega verið til í ummælum ungliða framsóknar er að þarna fer maður sem á tæpum 2 árum í stjórnmálum hefur náð talsvert langt í spillingu og eiginhagsmunapoti. Von að þeim þyki súrt að sjá á bak slíkum snillingi úr flokknum. Greinilega formannsefni eftir þeirra mælistiku.
Mikið áfall fyrir Framsóknarflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 22. janúar 2008
Greinilega stutt í trén þarna...
Hvað er í gangi? Eta barnshjörtu sér til ánægju?? Villimenn!!
Nakti hershöfðinginn játar að hafa borðað barnshjörtu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 22. janúar 2008
Þar sem er peningalykt...
Kannar lagalegan rétt ættingja Fischers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 21. janúar 2008
Rugludallurinn Ástþór Magnússon
Var að enda við að lesa "grein" eftir Ástþór Magnússon fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Ástþór fer þar mikinn um aðdraganda síðustu forsetakosninga og ýjar að því að brögð hafi verið í tafli, m.a. með því að fjölmiðlar hafi ekki sýnt honum nægan áhuga og virðingu. Skitprat!! Auðvitað eyða alvöru fjölmiðlar ekki pappír og bleki í að fjalla um frambjóðanda sem enginn tekur alvarlega. Reyndar efast ég um að Ástþór taki sjálfan sig alvarlega a.m.k. ef miðað er við hvernig hann talar og kemur fram. Það er þekkt að í flestum lýðræðisríkjum bjóða rugludallar sig fram, þekkt dæmi eru t.d. frá Bretlandi og víðar en nærtækasta dæmið er auðvitað núverandi forseti USA, en það sýnir okkur m.a.s. að hvaða fífl sem er getur náð kjöri. Þetta er eitt af einkennismerkjum lýðræðisins og ekkert athugavert við að hvaða kjaftaskur og idjót sem er fái að nýta rétt sinn til að bjóða sig fram að uppfylltum þeim almennu skilyrðum sem sett eru. Því miður er það ekki skilyrði hér á landi að frambjóðendur séu með fulle fem eða almennt húsum hæfir. Þá hefði ÁM aldrei komist í framboð.
Í grein sinni talar ÁM um "rússsneskt lýðræði" og einhvern "heimsfrægan prófessor" sem var sundurklipptur í Kastljósi og líkir ÁM þessu við stjórnarhætti Milosevic. Prófessorinn heimsfrægi átti víst að geta sýnt framá hversu ofsalega gott það yrði fyrir friðinn í heiminum ef ÁM yrði forseti lýðveldisins Íslands. Þessi samlíking við Júgóslavneska uber-þjóðernissinnan Milosevic sýnir auðvitað betur en allt hvaða hugsanagang ÁM hýsir og hvaða hug hann ber til ættjarðar sinnar og þjóðarinnar sem hana byggir. Svei!!
Næst gerir ÁM að því skóna að forsetakosningar gætu bara orðið hin besta lyftistöng fyrir efnahag landsins úr því sveitarfélögin fá einhverjar krónur fyrir hvert greitt atkvæði frá ríkinu. Einmitt. Þá er náttlega um að gera að kjósa bara á hverjum mánudegi árið út og inn. Þannig verður jú aldrei kreppa á Íslandi, a.m.k. ekki ef notað er reiknilíkan ÁM.
Og svo segir hann að það sé fjarstæða að kosningar séu einhver kostnaðarbaggi á þjóðfélaginu. Og svei mér ef það er ekki það eina sem hann fer rétt með í þessari grein sinni. Bagginn er hins vegar misheppnaður bíssnessmaður sem þjóðin hefur þegar hafnað tvisvar og að auki búinn að fá mikið meira en nóg af. Mer finnst a.m.k. langsótt að við skattborgarar greiðum fyrir kosningar bara til að ÁM geti hlúð aðeins að ofvöxnu egói sínu, hvort sem hann þykist gera það í nafni friðar eða ódýrs skeinipappírs.
Það getur vel verið að ÁM sé friðarsinni en ég held að hann sé fyrst og fremst "Ástþórssinni" og beri ekki hag nokkurs annars fyrir brjósti. En ef hann er virkilega slíkur friðarsinni sem hann þykist vera þá ætti hann í raun að eyða orku sinni þar sem hans er þörf. T.d. friðargæsla? Írak t.d.??
Farðu í friði Ástþór Magnússon, en gerðu það bara FARÐU!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)