Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Móðursýki fasteignasala....
Eitt virðist vera fasteignasölum sameiginlegt þessa dagana. Það er að reyna að tala markaðinn í gang aftur. Auðvitað er það gott mál að fella niður þessi helvítis stimpil og lántökugjöld, set reyndar spurningarmerki við af hverju bara af fyrstu íbúð.
En hér fengu fasteignasalar hálmstrá til að grípa í og halda dauðahaldi meða skútan sekkur hægt og rólega undan þeim. Markaðurinn er ekki í róti, heldur stöðnun og lítur út fyrir að verða það næstu mánuði. En ef fasteignasölum heppnast að tala markaðinn í gang aftur gætu þeir jafnvel farið að borga sér laun aftur og gert upp jóla-vísa-reikninginn.
![]() |
Rót virðist komið á fasteignamarkaðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 16. febrúar 2008
Raunhæft? My ass!!
![]() |
Raunhæft að verðbólga náist niður segir Vilhjálmur Egilsson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. febrúar 2008
Fyrsta vinnubloggið
Kannski kominn tími á þetta. Var jú alltaf tilgangurinn með þessu bloggsvæði að skrifa um vinnuna og hugleiðingar tengdar henni. Jæja, betra seint en aldrei sagði Hitler áður en hann skaut sig.
Vinnan. Við eyðum meirihluta lífsins í henni (þ.e. þau okkar sem ekki erum á þingi). Hvað ætla ég sosum að tala um hérna? Að vera leigubílstjóri? Oj hvað spennandi!!
Þetta er að mörgu leyti (flestu leyti reyndar) gott og skemmtilegt djobb. Eiginlega það eina leiðinlega eru kúnnarnir eins og mellan sagði (bara djók). Reyndar eru kúnnarnir það sem gefur þessu bæði lit og bragð. Þeir eru mismunandi eins og gengur, skemmtilegir, leiðinlegir, þöglir, með munnræpu, vel lyktandi og hreinir, lykta eins og vel staðið lík og svo framvegis. Reyndar finnst mér persónulega þögla týpan leiðinlegust. Uss, að keyra alla leið til Keflavíkur með einhvern sem segir ekki orð er alveg drep. Það er ekki einu sinni hægt að hlusta á útvarp. Reyndar getur munnræpu týpan verið soldið erfið stundum, sérstaklega besservisserarnir sem gefa manni ókeypis ráðgjöf um allt og ekkert á meðan maður keyrir.
En á heildina litið er þetta gefandi starf. Mér finnst t.a.m. gaman að keyra blinda farþega, ferðaþjónustu fatlaðra, eldri borgara og börn. Sérstaklega blinda og eldri borgara. Blindir hafa svo sérstaka sýn (þið fyrirgefið orðalagið) á lífið og tilveruna. Margt hægt að læra af þeim ef maður nennir að hlusta. Og eldri borgararnir, þau eru sko ekki að emja og velta sér uppúr falli á hlutabréfum eða lækkandi eða hækkandi fasteignaverði. Þetta er fólkið sem byggði landið okkar upp og reif það útúr fátæktinni og vanþróuninni. Það er illa búið að eldri borgurum á Íslandi alveg sama hvað Pétur Blöndal segir. Það er svo margt á Íslandi sem er í steik eða hvað??
Lítið dæmi. Í gær keyrði ég eldri konu sem býr á Droplaugarstöðum (sem er elliheimili á Snorrabraut) . Það vill svo til að ég veit að fyrir nokkrum vikum missti þessi kona manninn sinn, ég keyrði hana nefninlega uppí Morgunblaðshús með dánartilkynninguna. Anyways, í gær var ég sendur að sækja hana. Hún settist í bílinn hjá mér, fín og snyrtileg með eina bleika rós í hendi og bað mig um að keyra sig uppí Fossvogskirkjugarð, að litlu hliði gengt Vesturhlíðarskóla. Ég vissi þegar að hún myndi biðja mig að bíða eftir sér (reynslan mar) m.a. af því ég sá í hendi mér hvað hún væri að fara að gera. Þegar ég kom að hliðinu bað hún mig að bíða og ætlaði út. Ég sá strax að fyrir hliðinu var ca. 70 cm hár klakaruðningur og bauðst til að fylgja henni og hjálpa. Til að gera langa sögu stutta hjálpaði ég henni yfir þennan klakaruðning, leiddi hana að leið mannsins hennar og beið eftir henni rétt hjá á meðan hún lagði þessa bleiku rós á leiðið á sjálfan Valentínusardaginn. Leiddi hana svo til baka í bílinn og keyrði hana heim. Hún var þakklát og ekkert að fela það. Mínum degi reddað . Veit ekki við hvern er að sakast, en þessi klakaruðningur átti ekki heima þarna. Hverjir heimsækja helst kirkjugarðana? Eldri borgarar eller hur? Myndi ekki drepa borgarstarfsmenn eða starfsmenn kirkjugarðann að sjá til þess að gengt sé um hliðin.
Svona er að vera Taxi Driver.
Föstudagur, 15. febrúar 2008
Súrt maður...
![]() |
Stoke í toppsætið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 15. febrúar 2008
Úff...
![]() |
Annþór kominn í leitirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 15. febrúar 2008
Jæja...
![]() |
Segir Al-Qaeda liðsmenn sigraða í Bagdad |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 15. febrúar 2008
Ætla fíflin aldrei að læra??
![]() |
Á 125 km hraða í Hvalfjarðargöngunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. febrúar 2008
Óþolandi þegar þetta kemur fyrir....
![]() |
Týndur maður finnst í kvikmynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. febrúar 2008
Fordómar hvað??
Fallegt af Geir og Bubba að raula fyrir landslýðinn. Veit ekki af hverju manni dettur egó í hug. Þeir gætu svo túrað með sjóið og farið t.d. austur á Hraun með það, það eru jú ekki nema 15% fanga á Íslandi útlendingar sem verða örugglega fyrir fordómum í búrinu.
En grínlaust. Hvernig væri að forsætisráðherra beitti sér frekar fyrir umræðu um þessi mál?? H vernig væri að þjóðin tæki þessa umræðu fordómalaust og æsingslaust?? Segir það ekki sína sögu að 15% fanga í landinu skuli vera útlendingar? Meirihlutinn (þið fyrirgefið) pólverjar og litháar. Málið er að það má enginn segja neitt sem gæti verið túlkað sem neikvætt þá er hann umsvifalaust úthrópaður rasisti, fasisti og hvað eina. Lets face it. Hér er vandamál í gangi. Það er ekkert eftirlit með hverjir koma hingað og setjast að, ekkert eða lítið er gert í að senda úr landi þá sem brjóta af sér og helst má ekki anda á útlendinga eða nálægt þeim. Það segir mér pólverji sem ég þekki að hingað komi svo mikið af rusli (hans eigin orð) að hann skammist sín fyrir að vera pólverji og segi öllum að hann sé frá Eistlandi. Hann segir málið vera að í Póllandi færðu ekki einu sinni vinnu sem bensíntittur ef þú ert á sakaskrá og þeir sem svo sé komið fyrir fari til Íslands því hér sé ekkert eftirlit með neinu og fangelsin minni helst á gott hótel í Varsjá.
Föllum ekki í sömu gryfju og svíar. Svíar standa frammi fyrir óyfirstíganlegu vandamáli með innflytjendur vegna þess að árum saman fékk hver sem var landvistarleyfi þar án spurninga eða skoðunar. Tökum á þessu af skynsemi hérna, ég held að enginn vilji loka landinu eða banna útlendinga, en flestir vilja örugglega að hér ríki sama öryggi og kyrrð og áður var. Ef ekkert gerist er það búið fyrir fullt og allt. Viljum við ekki að börnin okkar alist upp í sams konar þjóðfélagi og við fengum að alast upp í??
![]() |
Forsætisráðherra ætlar að taka lagið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 13. febrúar 2008
Þessir framsóknarmenn...
![]() |
Meiðyrðamál gegn Kastljósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)